27.11.2017 - 15:55

Melrakkasetur Ķslands

Melrakkasetur Íslands

Er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. 

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameigilegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

 

Hvar erum við?

 
« 1 af 2 »

Melrakkasetur Íslands er til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík, mitt á milli gömlu og nýju byggðarinnar.

Póstfang: 
Melrakkasetur Íslands efh
Eyrardal - 420 Súðavík
Ísland, IS-420

Símanúmer:
+ 354 456 4922

07.07.2017 - 10:58

Vettvangsferš ķ Hornvķk

Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
Hópurinn uppi ķ Almenningaskarši, Innstidalur og bjargiš ķ baksżn (Chantal Rodrigue)
« 1 af 4 »
Farið var á öll þekkt greni í Hornbjargi og við Hornvíkurósinn og athugað með ábúð í þeim, alls voru sjö þeirra mjög líklega í ábúð en staðfest voru sex greni með yrðlinga. Einnig var nokkuð af hlaupadýrum, m.a. við húsin að Horni. Fjaran var mikið notuð, bæði af hlaupadýrum og grendýrum. Mikið líf í víkinni og eggjaskurn algeng sjón á bjargbrún – sem bendir til þess að varp hafi verið með betra móti í bjarginu. Agnarlítill yrðlingur, sem ferðafólk hafði fundið við húsin og afhent hópnum okkar, drapst innan sólarhrings, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda á honum hita og reyna að koma í hann fæðu. Aðrir yrðlingar sem sáust virtust nokkuð sprækir og vel haldnir enda nóg af fæðu....
Meira
Sķša 1
Vefumsjón