04.04.2018 - 16:57

Gušjón Arnar Kristjįnsson - minning

Į opnunarhįtķš Melrakkaseturs Ķslands, 12. jśnķ 2010. Mynd: Žóršur Siguršsson
Į opnunarhįtķš Melrakkaseturs Ķslands, 12. jśnķ 2010. Mynd: Žóršur Siguršsson
« 1 af 3 »

Látinn er Guðjón Arnar Kristjánsson, stofnfélagi og bakhjarl Melrakkasetursins. Guðjón Arnar eða Addi Kitta Gau, eins og hann var gjarnan kallaður, átti stóran þátt í þeirri vegferð sem farið var í við endurbyggingu gamla Eyrardalsbæjarins og seinna stofnun Melrakkaseturs Íslands, sem hann tók virkan þátt í með kaupum á hlutafé í félaginu.


Gamli Eyrardalsbærinn var yfirgefinn af síðustu ábúendum árið 1968 en þau Kjartan og Inga fluttu sig yfir í nýtt hús sem stóð aðeins nokkrum metrum neðar. Ómar Már Jónsson, þáverandi sveitastjóri Súðavíkurhrepps, hélt eftirminnilega ræðu við opnun Melrakkasetursins í júní 2010. Þar sagði Ómar m.a.:

Margir íbúar voru á því að rífa ætti húsið áður en slys yrðu [...] Það var síðan um sumarið 2004 sem nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis ásamt fríðu föruneyti vísiteruðu um Vestfirði og sóttu okkur heim. Sveitarstjórn hafði undirbúið komu þeirra, tekið saman atriðaskrá yfir þau verkefni sem óskað yrði eftir fjármagni til og var farið með nefndina upp að Eyrardalsbænum. Ekki þótti ráðlegt að fara inn í húsið vegna slysahættu og stóðu menn því ofan til við það og virtu það fyrir sér í öruggri fjarlægð. Húsið var illa leikið en á eins sannfærandi hátt og hægt var, var þess óskað að nefndin mundi nú samþykkja fjárveitingu til hússins á fjárlagaárinu 2005. [...] Af svip nefndarmanna að dæma sem horfðu á húsið, sem virtist hanga saman af gömlum vana, var ekki að sjá að ferðin yrði til fjár. Það var ekki fyrr en Guðjón Arnar Kristjánsson, betur þekktur sem Addi Kitta Gau gekk út úr hópnum, smeygði sér lipurmannlega inn um op á húsinu og hvarf sjónum okkar um stund. Heyrðust þar næst tvö þung högg eins og hoppað væri á gólfi hússins. Eftir smá stund birtist Addi aftur og sagði hátt og snjallt, að þar sem gólfið þyldi hann, þá væri sko nóg eftir af þessu húsi til að byggja upp aftur. Þá um haustið samþykkti fjárlaganefnd Alþings síðan í samvinnu við húsafriðunarnefnd kr. 4. millj. styrk til endurbyggingar á Eyrardalsbænum á fjárlagaárinu 2005. Eftir það var ekki aftur snúið.“


Þegar Melrakkasetrið var formlega opnað í júní 2010, voru fengnir tveir veglegir fulltrúar til að klippa á borðann, annar þeirra var Guðjón Arnar en hinn var Kjartan Geir Karlsson eldri, annáluð grenjaskytta Súðavíkurhrepps í þriðja ættlið. Kjartan Geir lést á síðasta ári.

Guðjón Arnar fylgdist ávallt vel með starfseminni og mætti á aðalfundi og helstu viðburði. Hann óskaði eftir því að fá ársskýrslur og kom reglulega með athugasemdir eða klapp á bakið, eftir því sem við átti. Ekki er svo ýkja langt síðan síðast var til hans leitað og fengin hjá honum góð ráð. Honum þótti ekki slæmt að fá nýbakaða vöfflu með rebbabarasultu og rjóma þegar hann kom í setrið. Það var alltaf gaman að heimsóknum hans og við mátum stuðning hans og ráðleggingar mikils.

Hans verður sárt saknað af okkur melrökkunum og öðrum samferðarmönnum.

Vottum við ástvinum hans okkar innilegustu samúð.

F.h. stjórnar, fyrr og nú
Ester Rut Unnsteinsdóttir

 

29.01.2018 - 16:19

Refastofninn stendur ķ staš

Įętluš lįgmarksstęrš ķslenska refastofnsins aš haustlagi. Lóšréttu lķnurnar sżna 95% öryggismörk og eru žau stęrri eftir žvķ sem nęr dregur ķ tķma vegna žess aš talsveršur hluti hvers įrgangs er enn óveiddur eša hefur ekki enn veriš aldursgreindur. Stofnmat til įrsins 2007 var unniš af Pįli Hersteinssyni en gögn til śtreikninga į stofnstęrš til įrsins 2015 nį aftur til įrsins 2003, eša ķ 12 įr, sem er hęsti skrįši lķfaldur refs į Ķslandi.
Įętluš lįgmarksstęrš ķslenska refastofnsins aš haustlagi. Lóšréttu lķnurnar sżna 95% öryggismörk og eru žau stęrri eftir žvķ sem nęr dregur ķ tķma vegna žess aš talsveršur hluti hvers įrgangs er enn óveiddur eša hefur ekki enn veriš aldursgreindur. Stofnmat til įrsins 2007 var unniš af Pįli Hersteinssyni en gögn til śtreikninga į stofnstęrš til įrsins 2015 nį aftur til įrsins 2003, eša ķ 12 įr, sem er hęsti skrįši lķfaldur refs į Ķslandi.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015. Samkvæmt niðurstöðum var áætluð lágmarksstærð stofnsins um 7.000 dýr haustið 2015. Refastofninn var í sögulegu hámarki á árunum 2005–2008, að meðaltali um 11 þúsund dýr að haustlagi ár hvert. Eftir það fækkaði refum hratt og árin 2011 til 2015 var stærð stofnsins að meðaltali rúmlega 6.500 dýr. Fækkunin reyndist vera um 40% á tímabilinu 2008-2012 en síðan virðist stofninn hafa staðið í stað.

Mat á stærð íslenska refastofnsins fer fram á nokkurra ára fresti en það byggist að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land. Við stofnmatið er notuð reikniaðferð er byggir á samlagningu á bakreiknaðri lágmarksstærð hvers árgangs veiðinnar sem er á lífi á hverju ári. Leiðréttingastuðlar eru fengnir með uppreiknuðum líftöflum aftur í tímann og gera það kleift að áætla hlutfall óveiddra árganga sem enn eru á lífi. Vegna eðlis aðferðarinnar er ekki hægt að áætla stofnstærð nýliðinna ára með öruggum hætti, fara þarf 3–5 ár aftur í tímann eða þegar stærsti hluti fyrri árganga er veiddur. Aldursgreiningum á dýrum sem send voru inn allt til ársins 2016 er nú lokið og hér er því birt áætlað stofnmat til ársins 2015 (1. mynd).
Matið er byggt á aldursgreiningum 3.585 fullorðinna dýra sem veidd voru á 12 ára tímabili, 2003–2015, en sá árafjöldi er hæsti skráði lífaldur refs á Íslandi. Alls voru þá veidd og skráð 46.290 fullorðin dýr og 24.630 yrðlingar (veiðitölur UST). Miðað er við stærð stofnsins að haustlagi en þá er nýliðun ársins lokið og öll veidd dýr skráð sem fullorðin.

 

Haustið 2014 var birt stofnmat sem náði til ársins 2010 og samkvæmt því minnkaði stofninn um 30% á árunum 2008–2010. Matið sem hér er kynnt og nær til ársins 2015 staðfestir þær niðurstöður en gefur jafnframt til kynna að stofninn hafi haldið áfram að minnka og náð lágmarki árið 2012. Samkvæmt þessu var refastofninn í hámarki á árunum 2005–2008, að meðaltali um 11 þúsund dýr að haustlagi ár hvert. Eftir það fækkaði refum hratt og árin 2011–2015 var stærð stofnsins að meðaltali rúm 6.500 dýr. Haustið 2015 er áætluð stofnstærð um 7.000 dýr. Skekkjumörk eru hins vegar víð fyrir síðasta árið, um 3.000 dýr, vegna þess hve hátt hlutfall dýra hefur enn ekki verið veitt eða aldursgreint.


Vöktun íslenska refastofnsins er langtímaverkefni sem hófst árið 1979 á vegum Páls Hersteinssonar veiðistjóra, síðar prófessor hjá Háskóla Íslands. Eftir andlát Páls árið 2011 tók Melrakkasetur Íslands við keflinu en frá 2013 hefur vöktun refastofnsins verið í umsjón og ábyrgð Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samstarfsaðilar verkefnisins eru refaveiðimenn um land allt, Umhverfisstofnun, sveitafélög og Náttúrustofa Vestfjarða.


Í gagnasafni vöktunarinnar liggja nú fyrir aldursgreiningar 10.294 dýra sem veidd voru á 37 ára tímabili af öllum landsvæðum. Á sama tímabili voru skráðar veiðar á 80.309 fullorðnum dýrum og 58.233 yrðlingum. Í heildina ná skráð veiðigögn yfir tæplega 60 ár frá upphafi skráninga og á þeim tíma hafa verið veidd yfir 100 þúsund fullorðin dýr og meira en 80 þúsund yrðlingar (veiðitölur UST).


Skráning og utanumhald refaveiða er mikilvæg fyrir umsjón og eftirlit veiða en einnig vegna vöktunar og mats á stærð og ástandi stofnsins. Æskilegt er að sem flestir refaveiðimenn, bæði grenjaskyttur og þeir sem leggja stund á vetrarveiðar, sendi hræ til aldursgreininga, talninga á legörum og fleiri mælinga. Í flestum tilfellum eru refaveiðimenn að starfa fyrir sveitafélög og því væri óskandi að þeim sé gert auðveldara að standa í skilum á hræjum til vöktunarinnar. Til dæmis með því að útvega frystigeymslu til að koma fyrir hræjum svo þau haldist sem heillegust áður en þau eru send. Dæmi eru um að náttúrustofur eða aðrar rannsóknastofnanir aðstoði veiðimenn við að safna og varðveita refahræ sem annaðhvort eru krufin og mæld á staðnum eða flutt í stærri sendingum til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Slíkt samstarf hefur reynst vel og treystir samband við veiðimenn sem sjá um að afla sýna í vöktunina.


Fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum til að halda vöktuninni áfram og gera hana sem vandaðasta er hægt að nálgast upplýsingar um meðferð og sendingu á hræjum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands: http://www.ni.is/greinar/medferd-og-innsending-hraeja


Vinsamlegast hafið samband við undirritaða ef óskað er frekari upplýsinga.

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur
Sími: 5900500
Netfang: ester@ni.is.

Sagt er frá nýju stofnmati á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/frettir/2018/01/refastofninn-stendur-i-stad

Sķša 1
Vefumsjón