13.05.2009 - 17:08

Frbrar undirtektir !

Melrakkasetrið þakkar frábærar undirtektir og þátttöku í samkeppni um gjafavörur !


Við erum alveg gapandi hissa á því hvað fólk er skapandi og frumlegt og hvað hægt er að búa til fallega muni tengda melrakkanum..


Allar innsendar tillögur verða skoðaðar með opnum huga og mun dómnefnd velja þær tillögur sem verða settar á vörulista í vefverslun. Samið verður um framleiðslu og sölufyrirkomulag við viðkomandi höfunda.


Þar sem um afar fallega muni er að ræða og ekki hægt að setja upp verslun í Eyrardalsbænum strax væri gaman að setja upp sýningu á hugmyndunum á ýmsum framleiðslustigum ef höfundar leyfa ..?

við hvetjum til áframhaldandi sköpunar og framleiðslu á handverki og nytjahlutum því það er aldrei til nóg af fallegum og hagnýtum munum ..
 

13.05.2009 - 16:45

Spendraflag slandi

Nýlega var stofnað spendýrafélag á Íslandi en það er skipað fólki sem áhuga hefur á og stundar rannsóknir á íslenskum spendýrum. Félagið verður sambærilegt við spendýrafélög erlendis (e. mammal society) og eru um 30 manns á fyrsta félagalista en undirbúningsstjórn var kosin á Hvanneyri 25. apríl síðastliðinn.
Melrakkasetur Íslands hefur þann heiður að hýsa heimasíðu félagsins til að byrja með og er það vel við hæfi þar sem melrakkinn er eina upphaflega landspendýrið á Íslandi. Síðuna er að finna hér neðst á hliðarsíðunni.
Félagið er þó ekki bara fyrir þá sem rannsaka villt spendýr, á sjó og landi, heldur líka húsdýr. Fræðasviðin spanna m.a. almenna líffræði, vistfræði og atferlisfræði og spennandi að sjá hvernig félagið mun þróast.
Sagt er frá stofnun félagsins í þættinum "samfélagið í nærmynd" á rás 1 - hægt að hlusta hér 
Vefumsjn