Samstarfsašilar


Samstarfsaðilar Melrakkasetursins koma úr ýmsum áttum og starfa á ýmsum sviðum. Um er að ræða einstaklinga, ljósmyndara, veiðimenn, rannsóknastofnanir, opinbera aðila, ferðaþjóna o.fl o.fl..Melrakkasetrið er á lista yfir umhverfistengd verkefni sem hægt er að styrkja í gegn um 1% for the planet, sem er alþjóðlegt umvherfisverndarverkefni með yfir 1100 styrktaraðila og yfir 2000 verkefni til að styrkja.
Borea Adventures er opinber styrktaraðili Melrakkasetursins árið 2010 og eru bæði fyrirtækin hin fyrstu frá Íslandi sem eru á lista 1%
Melrakkasetrið hefur unnið með Borea Adventures að þróun ferða með ljósmyndara til refaskoðunar, bæði að sumri og vetri. Borea hefur athvarf að Kvíum í Lónafirði en það svæði hentar einkum vel til refaskoðunar og ljósmyndunar.Aurora Arctica er vestfirskt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í siglingum á skútu um Jökulfirði, Hornstrandir, Grænland og víðar. Fyrirtækið hefur skýra náttúrustefnu og sjálfbærni að leiðarljósi í ferðum sínum. Aurora hefur verið samstarfsaðili Melrakkaseturs í uppbyggingu sjálfbærrar dýralífsferðamennsku.Bláberjasamlagið er áhugahópur um nýtingu á bláberjum og framleiðslu afurða úr þeim til neyslu og sölu. Bláberjadagar eru haldnir hátíðlegir í Súðavík ár hvert og er Melrakkasetrið miðpunktur hátíðarinnar og sérlegur stuðningsaðili.Melrakkasetrið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), Háskóla Íslands, Hornstrandastofu/Umhverfisstofnun (www.ust.is) vegna Rannsókna og vöktunar á refum á Hornströndum og víðar á Vestfjörðum. 

Jafnframt er Melrakkasetrið í samstarfi við veiðimenn um land allt ásamt sveitafélögum og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Samstarf við Vesturferðir (www.vesturferdir.is) og Borea Adventures (www.boreaadventures.com) m.a. vegna dýralífsferða (refa og fuglaskoðun) á Hornstrandir - aðallega í formi ráðgjafar og leiðbeininga.

Samnorrænt verkefni, The Wild North (www.thewildnorth.org), um þróun sjálfbærrar náttúrulífsferðamennsku á norðurslóðum, ofangreindir aðilar eru einnig þátttakendur í verkefninu.Myndefni:

Melrakkasetrið leggur mikið upp úr góðu myndefni og því er samstarf við ljósmyndara og kvikmyndafólk mikilvægt.

ALLAR MYNDIR Í ALBÚMINU OKKAR ERU FRJÁLS FRAMLÖG - VINSAMLEGAST FÁIÐ LEYFI TIL NOTKUNAR Á ÞEIM. ÓMERKTAR MYNDIR ERU Í OKKAR EIGU OG ÞÁ ER NÓG AÐ SEGJA AÐ MYNDIN SÉ FENGIN AF VEF MELRAKKASETURS.

Guðbergur Davíðsson er íslenskur kvikmyndaframleiðandi sem hefur unnið að gerð heimildarmynda um nokkurt skeið. Guðbergur vann að heimildarmynd um melrakkann sem gefinn var út á DVD árið 2015 og hefur Guðbergur ánafnað Melrakkasetrinu marga tugi eintaka af diskinum. Myndin er bæði með íslensku og ensku tali og hefur verið sýnd gestum í Melrakkasetrinu og nýtur mikillar hylli.

Tobias Mennle er þýskur kvikmyndaframleiðandi sem vann heimildarmynd um íslenska náttúru fyrir þýska sjónvarpsstöð. Hann hefur kynnst refunum á Hornströndum vegna verkefnisins en hann vann við tökur á Friðlandinu veturinn og sumarið 2009. Tobias filmaði áfram árið 2010 og fékk Melrakkasetrið nokkur myndskeið frá lífi melrakkans til að nota á sýninguna. Tobias hefur haldið tryggð við íslenska náttúru og er að vinna aðra mynd sem tilbúin verður til sýningar árið 2017.

Daníel Bergmann er kunnur íslendingum fyrir frábærar ljósmyndir af íslenskum dýrum. Við höfum notið góðs af því að fá myndir Daníels á heimasíðuna okkar þegar við vorum að byrja og til framsetningar efnis á sýningu. Daníel er því hægt að titla fyrsta ljósmyndara setursins og við erum honum ævarandi þakklát. Frekara samstarf með Daníel er áætlað á næstu árum.

Joshua Holko er margverðlaunaður ljósmyndari sem hefur sérhæft sig í heimskautasvæðunum. Hann nær einstaklega vel að fanga villt dýr á ísnum, svo sem hvítabirni og melrakka. Einnig eru mörgæsir og sæljón ásamt öðrum dýrum suðurskautsins honum hugleikin. Joshua hefur unnið að ljósmyndabók um melrakkann sem kemur út á prenti árið 2016. Hann hefur ánafnað Melrakkasetrinu nokkur eintök af bókinni en einnig sérprentaðar ljósmyndir af íslenskum melrökkum sem verða til sýnis og sölu í Melrakkasetrinu.

Vefumsjón